Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 790. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1725  —  790. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 19. maí.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
a.      2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Skráin tekur til smitsjúkdóma, ónæmisaðgerða, sbr. 2. tölul. 5. gr., og sýklalyfjanotkunar, sbr. 3. tölul. 5. gr., og er til stuðnings sóttvarnastarfi og faraldsfræðirannsóknum.
b.      Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Sóttvarnalæknir skal fá afhentar upplýsingar úr lyfjagagnagrunni landlæknis skv. 27. gr. lyfjalaga og frá heilbrigðisstofnunum til að halda skrá um sýklalyfjanotkun. Upplýsingarnar skulu vera ópersónugreinanlegar.

2. gr.

    Á eftir 2. tölul. 5. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Að halda skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum.

3. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Forstöðumönnum heilbrigðisstofnana er skylt að senda sóttvarnalækni upplýsingar um magn sýklalyfja sem notað er á viðkomandi stofnun, skipt eftir deildum þar sem það á við.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.